Framkvæmdastjóri
Gísli Svan Einarsson

455-7930 / 820-7930
gisli(hjá)veridehf.is

Stjórn
Sigurjón R. Rafnsson formaður
Gunnsteinn Björnsson
Magnús Freyr Jónsson

Stefna

Inngangur

Við lifum á tímum þar sem aukin þekking, rannsóknir og nýsköpun skipta höfuðmáli fyrir framtíð menningar og atvinnulífs. Verið Vísindagarðar tekur fullan þátt í þessari þróun og leggur áherslu á greinar sem varða verðmætasköpun samfélagsins miklu.

Tilgangur félagsins er að annast rekstur kennslu- og rannsóknaraðstöðu í formi vísindagarða í tengslum við Háskólann á Hólum. Félagið stefnir að enn frekari uppbyggingu á þessu sviði með því að skapa aðstöðu og vettvang til aukins samstarfs atvinnulífs, skóla og rannsóknaraðila. Reynslan sýnir að samstarf atvinnulífs og háskóla á sviði tækni og vísinda með rannsóknir og nýsköpun markaðsafurða að markmiði skilar góðum árangri ef slík miðstöð vísinda og nýsköpunar er rekin í nánum tengslum við öflugan háskóla.

Í Skagafirði eru kjöraðstæður til að efla þekkingu,rannsóknir og nýsköpun á ýmsum sviðum. Hér eru rekin öflug fyrirtæki í matvælaiðnaði: fiskvinnslu,mjólkurvinnslu og kjötvinnslu einnig er hér öflugur byggingariðnaður ásamt einu steinullarverksmiðjunni á Íslandi.

Háskólinn á Hólum, Iceprotein, PROTIS, FISK Seafood, MATÍS og Nýsköpunarmiðstöð Íslands hafa komið sér vel fyrir í Verinu.

Í Skagafirði eru öflugir aðilar sem búa að margvíslegri sérþekkingu sem gera það að verkum að hér eru kjöraðstæður til að hér er hægt að reka þverfaglegt þekkingarsetur sem tengir saman alla þessa aðila þannig að þeirra sérþekking nýtist sem best um leið og þeir hafa stuðning hvor af öðrum.

Verið er vísindagarður (þekkingarþorp) í Skagafirði sem byggist upp í kringum samstarf fyrirtækja, stofnana, ríkis og sveitarfélaga. Verinu er ætlað að verða aflvaki í atvinnulífi með rannsóknar-, mennta- og þróunarstarfi sem unnið er til hagsældar fyrir atvinnulíf á Íslandi öllu

Markmið

Markmiðið með stofnun Versins Vísindagarða er að annast rekstur kennslu- og rannsóknaraðstöðu ásamt því að skapa aðstöðu og vettvang til samstarfs milli vísindamanna og fyrirtækja á sviði nýsköpunar og frumkvöðlastarfsemi. Í Verinu koma saman frumkvöðlar og fræðimenn sem leitast við að rannsaka og finna ný tækifæri og koma þeim á framfæri samfélaginu til hagsældar.

 

Gildi

Verið Vísindagarðar byggir á;

  • Samvinnu
  • Menntun
  • Rannsóknum
  • Nýsköpun
  • Sjálfbærni
  • Gagnrýnni hugsun

Sýn

  • Verið Vísindagarðar verði öflugt þverfaglegt þekkingarsetur sem stundar leiðandi rannsóknir á sérsviðum sínum í nánu samstarfi við fagaðila hérlendis og erlendis og laði að sér öfluga samstarfsaðila.
  • Verið Vísindagarðar stækki húsnæði sitt og stuðli að enn frekari nýsköpun og frumkvöðlastarfi í atvinnulífi og samfélagi.
  • Verið Vísindagarðar verði veigamikið afl í uppbyggingu landsbyggðarinnar.

Stefna

Verið Vísindagarðar ætlar að annast rekstur kennslu- og rannsóknaraðstöðu ásamt því að skapa aðstöðu og vettvang til samstarfs milli vísindamanna og fyrirtækja á sviði nýsköpunar og frumkvöðlastarfsemi. Í Verinu koma saman frumkvöðlar og fræðimenn sem leitast við að rannsaka og finna ný tækifæri og koma þeim á framfæri samfélaginu til hagsældar.

Verið Vísindagarðar skal vera vettvangur fyrir:

1)   Öflugar rannsóknir og þróunarvinnu á þeim kjarnasviðum sem stjórn skilgreinir á hverjum tíma með fyrsta flokks rannsóknaraðstöðu.
Fyrir hvert svið innan versins verður skapað sérstakt auðkenni til kynningar og markaðsstarfs. Í upphafi verða kjarnasvið Versins tvö, Lífiðnir og Trefjar.

2)   Þróun nýrra atvinnutækifæra m.a. með aðstöðu fyrir sprotafyrirtæki og hýsa ráðgjöf til nýrra og starfandi fyrirtækja.
Verið ætlar að útvega húsnæði og aðstöðu fyrir stofnanir, einstaklinga og fyrirtæki sem vilja staðsetja sig í Skagafirði og vinna að rannsóknum innan áðurnefndra sviða. Húsnæði sem í boði verður er skipt í þrennt; blautrými (vinnslusalir, framleiðslusalir), þurrrými (rannsóknastofur) og skrifstofur. Hægt verður að fá aðstöðu í sérleigu og samleigu. Þar sem um er að ræða samleigu útvegar Verið Vísindagarðar tæki til rannsókna, sérhæfður búnaður sem nýtist einungis einum leigjanda verður þó undanskilinn þessari reglu. Gert er ráð fyrir að aðgreint húsnæði verði fyrir svið þar sem rannsóknir og þróunarvinna fer ekki saman.
Sem frumkvöðlasetur veitir Verið sprotafyrirtækjum húsnæði endurgjaldslaust í eitt ár. Fyrirtækin borga þó fyrir afnot af vatni, rafmagni og öðrum rekstrarþáttum í sérleigurýmum. Á ári tvö greiða sprotafyrirtækin 50% af reiknuðu leiguverði fyrir húsnæðið og á ári þrjú 100% af reiknuðu leiguverði. Eftir það greiða fyrirtækin stig hækkandi leigu, þó aldrei hærri en 150% af reiknuðu leiguverði. Sprotafyrirtæki með langan leiðnitíma geta fengið undanþágu frá þessu kerfi. Verið mun leita eftir samstarfi við sveitarfélög og ríki um þátttöku í greiðslu húsnæðisstyrkja til þeirra sem nýta sér aðstöðu vísindagarðanna.
Verið mun í samstarfi við Matís stuðla að því að fyrirtæki sem verða hluti af frumkvöðlasetrinu fái handleiðslu í tækni- og vöruþróun, hönnun, og öryggi matvæla markaðsmálum, framleiðslustjórnun, lögum eða öðru því sem við á.

3)   Verið mun í samstarfi við Nýsköpunarmiðstöð Íslands stuðla að því að fyrirtæki sem verða hluti af frumkvöðlasetrinu fái handleiðslu í fyrirtækjarekstri, markaðsmálum, þróunarvinnu, framleiðslustjórnun, lögum eða öðru því sem við á.

4) Matís hefur komið upp Líftæknismiðju í Verinu. Líftæknismiðjan hefur aðstöðu fyrir tilraunavinnslu fyrir aðila sem hafa áhuga á að setja upp    smærri  skala vinnslu á sviði líftækni. Þar hefur nú þegar verið settur upp örsíunarbúnaður, úðaþurrkari og fleiri slík tæki. Sérfræðingar Matís sjá um handleiðslu við tæknilega þætti vinnslunnar og einnig að nýta tæki og aðstöðu. Aðstaðan er samþykkt af Matvælaeftirliti. Aðstaðan nýtist einnig fyrir aðila sem þurfa aðstöðu við smáframleiðslu t.d. í matarferðamennsku og einnig er hægt að fá tæknilega aðstoð á því sviði. Stefnt er að því að þessi aðstaða verði meginmiðstöð þróunar á sviði líftækni og lífefna á landinu og stefnt er að því að gera þessa aðstöðu samkeppnishæfa á alþjóðlegan mælikvarða sem nýtist fyrir námskeið nemenda á öllum stigum háskólanáms.

5) Rannsóknir í líftækni og lífefnum. Rannsóknaraðstaða á sviði Líftækni og lífefna er komin í Verið og stefnt er að því að gera þessa aðstöðu samkeppnishæfa á alþjóðlegan mælikvarða sem nýtist fyrir námskeið nemenda á öllum stigum háskólanáms.

6) Í Verinu hefur Háskólinn á Hólum nú þegar komið upp mjög góðri og samkeppnishæfri aðstöðu til fiskeldisrannsókna, sem og rannsókna í vatna- og sjávarvistfræði, og þar eru höfuðstöðvar fiskeldis- og fiskalíffræðideildar skólans. Stefnt er að því að efla þessa aðstöðu enn frekar á næstu árum til að fjölga enn frekar rannsókna og nýsköpunartækifærum á þessu sviði.

7) Aukið námsframboð í samvinnu við þær menntastofnanir sem fyrir eru á svæðinu með fyrsta flokks aðstöðu til fjarnáms.
Verið Vísindagarðar ætlar að stuðla að auknu framboði að námi á þeim sviðum sem skilgreind hafa verið sem starfssvið Versins í samstarfi við Farskóla Norðurlands vestra, Háskólans á Hólum og Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra, sem og aðra skóla á Íslandi og erlendis. Verið ætlar að útvega framhaldsnemum í lífiðnum rannsóknaraðstöðu í samstarfi við fyrirtæki og stofnanir og þá skóla sem þeir eru í námi við. (Nánar. Nemendur í masters og doktorsnámi við aðra skóla en Háskólann á Hólum geti komið til Skagafjarðar og unnið að rannsóknum sínum undir leiðsögn sérfræðinga frá Hólaskóla, stofnunum eða fyrirtækjum á svæðinu. Kostnaður vegna þessa verði þá greiddur til Versins sem aftur greiðir undirverktökum.)
Verið Vísindagarðar ætlar að hvetja til byggingar á nemendagörðum á Sauðárkróki, sem nýta má til að hýsa þá nemendur sem stunda nám og rannsóknir í fyrirtækjum og stofnunum í Verinu auk starfsmanna sem tímabundið koma til starfa eða rannsókna.

8) Ráðstefnur, málþing og fundi, m.a. á sviði vísinda, atvinnuþróunar. Verið Vísindagarðar skal standa fyrir a.m.k. árlegri ráðstefnu þar sem fjallað verði um rannsóknir og/eða sérstök málefni. Hér verður lögð áhersla á að rannsóknir sem stundaðar eru í Verinu eða tengdum stofnunum verði kynntar sérstaklega. Stefna skal að því að ráðstefna sem þessi verði alþjóðleg og flutt á erlendu tungumáli (tungumálum). Kynning á ráðstefnunni verður undir merkjum Versins og sviðanna.

9) Verkefni unnin í samstarfi aðila innan og utan Versins. Stefnt skal að því að auka sértekjur Versins Vísindagarða vegna verkefna.

10) Gera skal áætlun um hvernig standa megi að stækkun á þeirri aðstöðu sem  Verið hefur yfir að ráða.