Oregon og Skagafjörður

Á þriðjudagskvöldið 26.febrúar (eða reyndar þriðjudagsmorguninn hjá kollegunum) var haldinn fjarfundur, þar sem framhaldsnemar í Fiskeldis- og fiskalíffræðideild í Verinu tengdust kollegum sínum við ríkisháskólann í Oregon í Bandaríkjunum.

Með þessu veittist  hópunum tækifæri til að skiptast á upplýsingum og ræða um rannsóknir sínar í vistfræði fiska og þróunarfræði, sem og um fiskeldismál, og tókst mjög vel til.

Málstofan var skipulögð sem hluti af námskeiði um atferlisfræði fiska, kenndu af prófessor David Noakes og samstarfsmönnum hans við Oregon-háskólann.

Alls mættu sjö manns á fundinn okkar megin, og átta vestan hafs, samtals af átta þjóðernum.   

Tekið af www.holar.is