Metfjöldi nemenda við Fiskeldis- og fiskalíffræðideild

Nú er skólastarf skólaársins 2020 – 2021 að fullu hafið við Háskólann á Hólum. Metfjöldi nemenda leggur stund á nám við Fiskeldis- og fiskalíffræðideild. Aukningin er mest í diplómanámi í fiskeldi þar sem nemendafjöldi tvöfaldaðist og er nú 31 nemandi innritaður, þar af 25 nýnemar. Auk grunnnámsnema stundar 21 framhaldsnemi nám við deildina, tíu doktorsnemar og 11 meistaranemar. Jafnframt eru 14 nemendur að hefja meistaranám á námsbrautinni MAR-BIO sem er sameiginleg námsbraut með Háskólunum á Akureyri, Gautaborgarháskóla í Svíþjóð og Nord í Bodö, Noregi. Líklegt er að hluti þeirra nemenda muni kjósa að koma eftir áramót sem skiptinemar við Háskólann á Hólum. Þrátt fyrir Covid hafa fimm nemendur komið frá erlendum háskólum í verknámi við Fiskeldis- og fiskalíffræðideild. Þeir taka þátt í fjölbreyttu tilraunastarfi innan deildarinnar og njóta leiðsagnar samstúdenta, nýdoktora og fræðimanna hennar. Myndin sem fylgir fréttinni sýnir erlenda verknemendur vinna að rannsóknum.

Háskóli Íslands

Takið af holar.is