Málstofa

Föstudaginn 29. nóvember kl. 9.00 mun Valtýr Sigurðsson flytja fyrirlestur sem fjallar um: „Sources and Pathways of Microplastics to the Icelandic Ocean“ (Örplast í hafinu við Ísland – helstu uppsprettur, magn og farvegir í umhverfinu).

Valtýr Sigurðsson er starfsmaður BioPol ehf. á Skagaströnd og Náttúrustofu Norðurlands vestra. Hann útskrifaðist með MS í líffræði frá Háskóla Íslands og hóf stuttu síðar störf á Skagaströnd.

Hann hefur aðallega stundað athuganir á sjávarumhverfinu. Síðastliðin misseri hefur hann unnið að skýrslu fyrir umhverfis- og auðlindaráðuneytið um örplast á Íslandi og mun kynna niðurstöður þess verkefnis hér.