Fyrsta íslenska kollagenið úr fiskroði sem framleitt er á Íslandi

PROTIS® Kollagen er ný vara frá íslenska sprotafyrirtækinu PROTIS ehf. sem var stofnað árið 2015 og er staðsett í Verinu á Sauðárkróki.

PROTIS sérhæfir sig í framleiðslu fæðubótaefna sem innihalda íslensk þorskprótín sem unnin eru úr hráefni sem fellur til við hefðbundna flakavinnslu á íslenskum þorski og stuðlar þannig að bættri nýtingu á þessari mikilvægu náttúruauðlind Íslendinga.

PROTIS® vörurnar eru allar þróaðar undir stjórn Dr. Hólmfríðar Sveinsdóttur, næringarfræðings sem er jafnframt framkvæmdastjóri PROTIS.

PROTIS® Kollagen er algjör nýjung á Íslandi þar sem framleiðslan á kollageninu fer fram á Íslandi. Hingað til hefur fiskroð verið sent úr landi til að vinna úr því kollagen en sérfræðingar PROTIS þróuðu sinn eigin vinnsluferil og framleiða nú kollagen úr íslensku fiskroði sem er uppistaðan í PROTIS® Kollagen vörunni.

Ásamt því að vera framleitt úr íslensku fiskroði inniheldur PROTIS® Kollagen einstaka blöndu af hágæða innihaldsefnum sem öll styðja við styrkingu á húð, hári og nöglum.

Við erum mjög stolt af þeirri starfsemi sem framfer í PROTIS ehf., þ.e.a.s. þeirri miklu nýsköpun og þeirri hugmyndafræði um að fullnýta allt hráefni og leggja þannig okkar að mörkum við sjálfbærar fiskveiðar á Íslandi.

Aðrar vörur PROTIS ehf. eru t.d. PROTIS® Liðir sem er eitt mest selda íslenska fæðubótarefnið á Íslandi í dag.

Frekari upplýsingar

Drífa Árnadóttir, markaðsstjóri PROTIS

(825 4506 eða protis@protis.is

Fréttatilkynning frá Protis